Reglulegar ræstingar bæta ekki aðeins ásýnd starfsumhverfis heldur er það einnig mikilvægur hlekkur sem stuðlar að heilbrigðara umhverfi fyrir starfsfólk og viðskiptavini.

Cares býður sveigjanlegar lausnir í ræstingum fyrir allar stærðir fyrirtækja og stofnana. Við leggjum mikla áherslu á þjálfun starfsfólks til að auka gæði þjónustunnar og bæta öryggi starfsmanna. Hjá Cares starfar fólk sem sinnir gæðaeftirliti á þeirri þjónustu sem við veitum viðskiptavinum. Með þessum hætti tryggjum við áreiðanlega og góða þjónustu.
Sjá nánarCares veitir sveigjanlega lausnir í ræstingum fyrir húsfélög sem miðast við þarfir hvers viðskiptavinar.
Sjá nánar

Cares hefur endurhannað alla þjónustuferla frá grunni. Með því að samnýta nýjustu tækni og vel þjálfað starfsfólk þá getum við boðið lægra verð og betri þjónustu.
Sjá nánarVið bjóðum upp á sérhæfða þjónustu fyrir heilbrigðisstofnanir sem uppfylla ströngustu kröfur hverju sinni.
Sjá nánar
Ef spurningunni þinni hefur ekki verið svarað hér þá getur þú sent okkur skilaboð og við svörum eins fljótt og við getum.
Cares er nýtt og framsækið ræstingarfyrirtæki með yfir tíu ára reynslu í ræstingum og þrifum. Við sameinum tækni og vel þjálfað starfsfólk til að veita áreiðanlega og frammúrskarandi þjónustu. Við sinnum ströngu gæðaeftirliti og sækjumst reglulega eftir endurgjöf til að tryggja að gæði þjónustunnar sé í lagi.
Við notum einungis vottaðar vörur eða hreinsiefni sem innihalda engin skaðleg efni. Þannig tryggjum við öryggi starfsmanna okkar og viðskiptavina. Flest efni sem við notum eru Svansvottuð.
Starfstöð okkar er í Reykjavík og við þjónustum í eftirfarandi sveitarfélögum: Reykjavík, Garðabær, Kópavogur, Hafnafjörður, Seltjarnarnes, Akranes, Hveragerði, Þorlákshöfn.
Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni á sviði ræstinga og sérþrifa. Hafðu endilega samband fyrir frekari upplýsingar.