Hugað er að öllum smáatriðum í flutningsþrifum, hvort sem að það er að þurka af rofum, þurka af listum eða skrúbba baðið. Við sjáum til þess að eignin þín sé í toppstandi fyrir afhendingu.
Þú sendir okkur upplýsingar um stærð eignar, dagsetningu sem á að þrífa og staðsetningu og óskar eftir tilboð í flutningsþrif.
Starfsmenn Cares mæta á umsömdum tíma og þrífa eignina svo að hún sé í toppstandi fyrir afhendingu. Flutningsþrif taka yfirleitt 1-2 daga.
Að loknum þrifum fer starfsmaður Cares yfir lið fyrir lið með þér það sem var gert. Hafir þú athugasemdir þá munum við fara betur yfir þá fleti sem eru ábótavant.
Hér fyrir neðan getur þú séð hvað er innifalið í flutningsþrifum. Ef þú óskar eftir tilboði í flutningsþrif þá er best að senda okkur póst á cares@cares.is eða hringja í síma 538 1400. Flutningsþrif taka 1-2 heila daga, allt eftir stærð og umfangi.
Ef spurningunni þinni hefur ekki verið svarað hér þá getur þú sent okkur skilaboð og við svörum eins fljótt og við getum.
Sendu okkur upplýsingar um fermetrafjölda og tegund húsnæðis. Þú getur smellt á Fá Tilboð og við útbúum verðtilboð samdægurs. Einnig getur þú sent okkur póst á cares@cares.is eða hringt í 823 5540.
Við notum einungis vottaðar vörur eða hreinsiefni sem innihalda engin skaðleg efni. Þannig tryggjum við öryggi starfsmanna okkar og viðskiptavina.
Starfstöð okkar er í Reykjavík og við þjónustum í eftirfarandi sveitarfélögum: Reykjavík, Garðabær, Kópavogur, Hafnafjörður, Seltjarnarnes, Akranes, Hveragerði, Þorlákshöfn.
Í flutningsþrifum er vandað einstaklega vel til verka og allt þrifið hátt og lágt. Ekkert er skilið eftir.